Forsíða

Búvélaverkstæðið Skipanesi tók til starfa þann sjöunda janúar árið 1995 og er með aðsetur á jörðinni Skipanesi. Fram til ársins 2002 var fyrirtækið rekið á kennitölu eiganda en 1. júlí það ár yfirtók Hróar ehf. rekstur þess. Hróar ehf. er í eigu sömu aðila sem eru Stefán G. Ármannsson og Guðfinna Indriðadóttir. 

Fyrstu árin var fyrirtækið rekið með þjónustu við landbúnað að leiðarljósi. En fljótlega fjölgaði starfsmönnum þess og verkefnin urðu umfangsmeiri. Með auknum umsvifum á Grundartangasvæðinu hefur fjölgað starfsmönnum enn meir og í dag felst stór hluti af starfssemi fyrirtækisins í að þjónusta stóriðjurnar að Grundartanga. 

Fyrirtækið hefur yfir að ráða reynslumiklum mannskap í járniðnaði. Alls eru 15 fastráðnir starfsmenn hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið getur tekið að sér nánast hvað sem er allt frá smærri verkum upp í nokkuð stór verkefni hvort sem um er að ræða viðgerðir á vélum og vélbúnaði eða járnsmíði, rennismíði eða hvað annað sem járniðnaði tilheyrir. 

Húsnæði fyrirtækisins var í upphafi 240m² verkstæðishús og árið 2002 var tekið í notkun 67m² skrifstofu og aðstöðuhús og á miðju ári 2006 var tekið í notkun nýtt og glæsilegt 350m² verkstæðishús.